Innlent

Þyrla sótti fólk eftir bílveltu á Steingrímsfjarðarheiði

Kjartan Kjartansson skrifar
Fólkið var flutt til Reykjavíkur með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Fólkið var flutt til Reykjavíkur með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki beint. Vísir/Vilhelm
Tveir slösuðust þegar húsbíll valt á Steingrímsfjarðarheiði um kl. 13 í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti fólkið og kom með það til Reykjavíkur nú fyrir kl. 16.

Að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum valt húsbíllinn eina veltu þegar hann hafnaði utan vegar. Farþegi kastaðist út úr bílnum. Læknir á staðnum tók ákvörðun um að kalla til þyrluna en bæði farþeginn og ökumaðurinn eru sagðir hafa verið með meðvitund

Ekki er vitað hvað olli því að bíllinn hafnaði utan vegar enn sem komið er. Töluverð umferð hefur verið á Vestfjörðum í dag en lögreglan segir að lítið hafi verið um hraðakstur og engir ölvunarakstrar skráðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×