Innlent

Fimm teknir á 122-154 km hraða á höfuðborgarsvæðinu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Þá voru að minnsta kosti níu ökumenn stöðvaðir vegna gruns um ölvunar- eða fíkniefnaakstur.
Þá voru að minnsta kosti níu ökumenn stöðvaðir vegna gruns um ölvunar- eða fíkniefnaakstur. vísir/eyþór
Frá um klukkan hálf 12 í gærkvöldi til 2 í nótt voru fimm bifreiðar stöðvaðar eftir hraðamælingu á Reykjanesbraut við Arnarnesveg. Mældur hraði bifreiða var 122-154 km/klst en vert er að nefna að hámarkshraði á þessum slóðum er 80 km/klst, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Níu voru einnig handteknir á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um ölvunar- eða fíkniefnaakstur í gærkvöldi og nótt. Ökumaður, sem stöðvaður var á Höfðabakka, reyndist jafnframt sviptur ökuréttindum og grunaður um vörslu fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×