Innlent

Fjórir handteknir í tengslum við alvarlega líkamsárás á Seltjarnarnesi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Árásin fór fram á bílastæði í íbúðarhverfi á Seltjarnarnesi.
Árásin fór fram á bílastæði í íbúðarhverfi á Seltjarnarnesi. vísir/stefán
Fjórir hafa verið handteknir, tvær konur og tveir karlar, í tengslum við alvarlega líkamsárás á Seltjarnarnesi skömmu eftir hádegi í gær, að því er segir í frétt Ríkisúvarpsins. Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að einn hafi verið handtekinn strax á vettvangi en aðrir hafi verið handteknir nokkru síðar.

Tveir gerenda voru handteknir á Flúðum fyrir fíknaefnabrot í nótt, að því er Ríkisútvarpið hefur eftir lögreglunni á Suðurlandi, og einn í Reykjavík. Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir enn fremur að yfirheyrslur yfir fjórmenningunum hafi hafist í dag. Önnur konan hefur réttarstöðu vitnis og er ekki grunuð um aðild að árásinni.

Fórnarlambið hlaut áverka og skurði á höfði eftir árásina.

Árásin fór fram á bílastæði í íbúðahverfi á Seltjarnarnesi. Einhverjir í hópnum sem um ræðir hafa komið áður við sögu lögreglu. Ekkert er enn vitað um aðdraganda árásarinnar. Þá er heldur ekki vitað hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir fólkinu vegna árásarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×