Innlent

Í beinni: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Mildi þykir að ekki hafi farið verr á hjólhýsasvæðinu á Flúðum í nótt þegar eldur kom upp í rafmagnstöflu sem stendur þétt við hjólhýsi á svæðinu. Vegfarandi sem átti leið um varð var við eldinn fyrir tilviljun, sótti slökkvitæki og slökkti hann. Fjölskylda var í fastasvefni inni í hjólhýsinu þegar eldurinn kom upp.

Íbúar á föstum tjaldsvæðum á Flúðum héldu íbúafund í dag, en þetta er ekki í fyrsta sinn sem eldur kemur upp á svæðinu. Í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í kvöld ræðum við við eiganda hjólhýsisins, en hann segir að honum og fjölskyldu sinni sé brugðið vegna málsins og að litlu hefði munað að illa færi.

Mikill sóðaskapur var á tjaldsvæðinu á Flúðum í gærkvöldi og í nótt, og liggur rusl á víð og dreif um svæðið. Við verðum í beinni útsendingu frá Flúðum og ræðum við lögregluna um stöðu mála. Þá verðum við í beinni frá Vestmannaeyjum og Akureyri þar sem mikið stendur til í kvöld.

Þetta og margt fleira í fréttum á slaginu 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×