Fótbolti

VAR-fíaskó í hollenska Ofurbikarnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Danny Makkelie dæmdi leikinn og hafði í nógu að snúast.
Danny Makkelie dæmdi leikinn og hafði í nógu að snúast. vísir/getty
Myndbandsdómgæslan (VAR) kom mikið við sögu í leik Feyenoord og Vitesse Arnhem um hollenska Ofurbikarinn í gær. Staðan var jöfn, 1-1, eftir venjulegan leiktíma en Feyenoord hafði sigur eftir vítaspyrnukeppni.

Jens Toornstra kom Feyenoord í 1-0 á 7. mínútu og þannig var staðan í hálfleik.

Á 55. mínútu vildu leikmenn Vitesse fá vítaspyrnu eftir að Tim Matavz féll í teignum.

Dómari leiksins, Danny Makkelie, dæmdi ekkert, Feyenoord fór í skyndisókn og Nicolai Jörgensen kom hollensku meistrurunum í 2-0.

Makkelie vildi hins vegar ráðfæra sig við myndbandsdómara og eftir rúma mínútu dæmdi hann markið sem Jörgensen skoraði af og dæmdi vítaspyrnu á Feyenoord vegna atviksins þegar Matavz féll í teignum.

Alexander Büttner skoraði úr vítaspyrnunni og jafnaði metin í 1-1 sem urðu lokatölur leiksins. Feyenoord vann svo vítakeppnina 4-2.

Myndband af þessari óvenjulegu atburðarrás má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×