Innlent

Björgunarsveit kölluð út vegna alvarlega veiks manns í fjallshlíð

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Rétt um tvö leitið var maðurinn kominn um borð í þyrlu og fluttur til aðhlynningar á sjúkrahúsi. Ekki er vitað nánar um líðan mannsins.
Rétt um tvö leitið var maðurinn kominn um borð í þyrlu og fluttur til aðhlynningar á sjúkrahúsi. Ekki er vitað nánar um líðan mannsins. Landsbjörg
Björgunarsveit Landsbjargar hefur verið kölluð út vegna atviks við Mosfell við Apavatn. Þyrlan sinnir meðal annars útkalli á svæðinu. Meira er ekki vitað að svo stöddu.

Uppfært 14:22

Rétt upp úr klukkan eitt voru björgunarsveitir í Árnesssýslu kallaðar út vegna alvarlega veiks manns í fjallshlíð í Biskupstungum. Þetta voru gríðarlega krefjandi aðstæður að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, þar sem maðurinn lá í brattri hlíð.

Strax var óskað eftir aðstoð þyrlu og björgunarsveitir ásamt sjúkrafluttningsmönnum á suðurlandi unnu á vettvangi. Rétt um tvö leitið var maðurinn kominn um borð í þyrlu og fluttur til aðhlynningar á sjúkrahúsi. Ekki er vitað nánar um líðan mannsins.

Davíð segir í samtali við Vísi að gríðarlegt álag hafi verið á jörgunarsveitum á Suðurlandi um verslunarmannahelgina. Í gær var til að mynda tilkynnt um þrjú atvik þar sem björgunarsveitin var kölluð til. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×