Innlent

Laugardagurinn á Þjóðhátíð: Segist aldrei hafa séð annan eins fjölda í brekkunni

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Óskar tók Margar myndir frá því í gærkvöldi. Segir hann kvöldið og gærdæginn hafa heppnast mjög vel.
Óskar tók Margar myndir frá því í gærkvöldi. Segir hann kvöldið og gærdæginn hafa heppnast mjög vel. Vísir/Óskar P.
Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari 365 Miðla í Vestmannaeyjum, segir aldrei hafa verið jafn fjölmennt í brekkunni og í gærkvöldi. Hann telur þetta með allra stærstu þjóðhátíðum sem haldin hefur verið.

Óskar segir veðrið hafa leikið við þjóðhátíðargesti og hafi stöku skúrir alls ekki eyðilagt stemmninguna. Þá hafi fullt tungl lýst yfir dalinn. Á miðnætti var mikil flugeldasýning. Fjölmargir listamenn komu fram; Sindri Freyr, Áttan, FM95Blö, Dimma, Stuðlabandið og Páll Óskar.

FM95Blö voru meðal þeirra sem skemmtu fólkinu í dalnum í gærkvöldiVísir/Óskar P.
Gleðin var svo sannarlega við völdVísir/Óskar P
Dalurinn var fullur af fólkiVísir/Óskar P.
Friðrik Dór hélt uppi fjöri í dalnum.Vísir/ Óskar P.
Aðstandendur Bleika fílsins voru á svæðinuVísir/Óskar P.
Sumir tóku þetta alla leið og mættu í búningum.Vísir/Óskar P.
Stórkostleg flugeldasýning var um kvöldið og eftir hana var dansleikur.Vísir/Óskar P.
Sigrún Halldórsdóttir, sérfræðingur á mannauðssviði Blá lónsins ásamt manni sínum Pétri Jóhann Sigfússyni skemmtikrafti.Vísir/ Óskar P.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×