Innlent

Sérsveitin eltir unga konu eftir rán í Árbæ

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Lögreglumenn á mótorhjólum þræða nú göngustígana neðan við Árbæjarkirkju og Árbæjarskóla sem og stígana í Elliðaárdalnum.
Lögreglumenn á mótorhjólum þræða nú göngustígana neðan við Árbæjarkirkju og Árbæjarskóla sem og stígana í Elliðaárdalnum. Vísir/JKJ
Rán var framið í Árbæjarapóteki um klukkan hálf þrjú í dag. Karlmaður réðst inn í apótekið vopnaður sprautunál en búið er að handtaka hann og endurheimta það sem stolið var.

Leitað er nú að konu sem kom að ráninu en samkvæmt sjónarvotti er mikill viðbúnaður hjá lögreglu vegna málsins og var sérsveitin kölluð út.

Konunni er lýst sem ungri stúlku í svartri hettupeysu. Talið að hún hafi hlaupið af vettvangi niður í Elliðaárdal. Lögreglumenn á mótorhjólum þræða nú göngustígana neðan við Árbæjarkirkju og Árbæjarskóla sem og stígana í Elliðaárdalnum.

Á göngustígum neðan Árbæjarkirkju þar sem lögreglan leitar stúlku sem tók þátt í ránstilraun í Arbæjarapóteki.Vísir/KMU



Fleiri fréttir

Sjá meira


×