Innlent

Iceland opnar í stærra rými

Árni Pétur Jónsson, Dunkin Donuts
Árni Pétur Jónsson, Dunkin Donuts
Viðskipti Verslun 10-11 á Akureyri verður lokað í haust. Í stað hennar verður verslun Iceland opnuð og verslunarrýmið stækkað. Þetta segir Árni Pétur Jónsson, forstjóri Basko, í samtali við Fréttablaðið. Basko er eignarhaldsfélag sem rekur báðar verslanir ásamt Dunkin Donuts. „Ég hugsa að það verði ekki fyrr en í október eða nóvember,“ segir Árni Pétur um nánari tímasetningar á breytingunum. Verslun 10-11 í Glæsibæ var á dögunum breytt í Iceland. – jhh



Fleiri fréttir

Sjá meira


×