Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fréttastofa Stöðvar 2 verður á ferðinni um land allt í kvöldfréttum á slaginu 18:30. Þar greinum við frá stöðu mála í umferðinni um landið, og tökum stemminguna þessa stærstu ferðahelgi ársins.

Við ræðum líka við föður einnar stúlkunnar sem Robert Downey beitti ofbeldi. Hann fékk í dag að sjá tillöguna um að Downey yrði veitt uppreist æru, sjö vikum eftir að hann óskaði eftir því. Hann segir líta út fyrir að jafn auðvelt sé að fá uppreist æru og að sækja um kort í Costco og gagnrýnir ógagnsæi málsins.

Þá heimsækjum við Skálholtskirkju þar sem dýrmæt listaverk eftir Nínu Tryggvadóttir og Gerði Helgadóttur liggja undir stórskemmdum, og hittum unga konu sem ætlar að fara hálfmaraþon í hjólastól síðar í mánuðinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×