Viðskipti innlent

Rosamosi í Hamleys

Benedikt Bóas skrifar
Guðjón Reynisson og Margrét Sigurðardóttir handsala samninginn.
Guðjón Reynisson og Margrét Sigurðardóttir handsala samninginn.
Guðjón Reynisson, framkvæmdastjóri leikfangaverslunarinnar Hamleys í Bretlandi, og Margrét Júlíana Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri íslenska tölvuleikjafyrirtækisins Rosamosa, undirrituðu í gær samkomulag um þróun og dreifingu á tónlistarnámskeiðum og öðrum afurðum sem byggja röð tónlistarleikja sem Rosamosi gefur út undir vörumerkinu Mussila.

Rosamosi hefur haft það að markmiði að bjóða upp á lausnir sem auka aðgengi barna að tónlistarmenntun.

Hamleys er elsta og stærsta leikfangaverslun í heiminum. Á undanförnum árum hefur Hamley’s verslunum fjölgað verulega og í dag eru reknar á annað hundrað Hamleys verslanir víða um heim.

Á næstu misserum hyggur Hamleys á enn frekari landvinninga. Meðal annars er í þróun svokallað „Hamleys Playroom“ innan verslananna þar sem boðið verður upp á námskeið fyrir börn og snýr samkomulagið að því að Rosamosi muni bjóða upp á tónlistarnámskeið í verslununum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×