Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Svokallað æsingsóráðsheilkenni er talið vera það sem dró Arnar Jónsson Aspar til dauða þegar hópur manna veittist að honum í Mosfellsdal í júní, samkvæmt krufningsskýrslu sem fréttastofan hefur undir höndum. Rannsókn er lokið og mun héraðssaksóknari í framhaldinu ákveða hvort grunaður aðili í málinu verður sóttur til saka. Nánar verður fjallað um þetta í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þar ræðum við líka við móður sjö ára drengs, sem grunur leikur á að kynferiðsbrot hafi verið framið gegn í sturtuklefa Breiðholtslaugar á mánudaginn. Þá fjöllum við um óvænta yfirlýsingu sem Hinrik prins í Danaveldi gaf út í dag og heimsækjum afskekktan sveitabæ við Arnarfjörð þar sem refir eru aldir upp sem gæludýr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×