Enski boltinn

Stýrði Disney í rúm 20 ár en er núna búinn að kaupa Portsmouth

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hermann Hreiðarsson og félagar í Portsmouth fagna bikarmeistaratitlinum 2008.
Hermann Hreiðarsson og félagar í Portsmouth fagna bikarmeistaratitlinum 2008. vísir/getty
Fyrrum framkvæmdastjóri Disney, Michael Eisner, hefur gengið frá kaupum á enska C-deildarliðinu Portsmouth.

Talið er að Eisner, sem stýrði Disney á árunum 1984-2005, hafi borgað 5,67 milljónir punda fyrir Portsmouth sem hefur verið í mikilli lægð á undanförnum árum.

Portsmouth lék í ensku úrvalsdeildinni á árunum 2003-10 og varð bikarmeistari 2008 undir stjórn Harrys Redknapp. Hermann Hreiðarsson lék með Portsmouth á þessum tíma.

Portsmouth lenti í miklum fjárhagskröggum og fallið var ansi hátt. Vorið 2013 féll liðið niður í D-deildina.

Portsmouth vann D-deildina á síðasta tímabili og komst upp í C-deildina þar sem liðið mun leika í vetur.

Michael Eisner í afar góðum félagsskap.vísir/getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×