Innlent

Komu kópnum Kára til bjargar

Samúel Karl Ólason skrifar
Kári borðar ekki og er orðinn grindhoraður.
Kári borðar ekki og er orðinn grindhoraður. Vísir
Ungur selkópur sem var í slæmu ásigkomulagi hefur undanfarna daga leitað í fjörur Jökulsárlóns. Ferðamenn hafa hringt á lögreglunnar tvisvar sinnum í lögregluna vegna kópsins. Rósa Björk Halldórsdóttir, yfirlandvörður hjá Vatnajökulsþjóðgarði, segir frá því að kópnum, sem fengið hefur nafnið Kári, hafi verið bjargað og nú sé hlúð að honum.

Rósa segir í Facebookfærslu að meginregla landvarða á svæðinu sé að leyfa náttúrunni að hafa sinn gang. Nú sé sá tími sem urtur bíti frá sér kópana til þess að venja þá af spena. Rósa hringdi í vinkonu sína sem er dýralæknir til að skoða Kára. Var ástand hans metið svo að hann myndi ekki lifa án afskipta.

„Þegar við vorum búin að meta ástand kópsins og vera svo nálægt þessu saklausa hjálparvana dýri sem var að berjast fyrir lífi sínu með hóp af ferðamönnum sem hópuðust í kring sem gerði hann ennþá varnarlausari. Þá fannst okkur við þurfa að gera það sem við gátum svo við ákváðum að reyna að bjarga honum,“ skrifar Rósa.

Kári fékk ormalyf og þar að auki sýklalyf vegna slæmrar sýkingar í sárum. Sárin voru hreinsuð og var Kári færður úr fjörunni í kari þar sem hann mun þurfa fleiri sprautur á næstu dögum.

Rósa gerir mauk fyrir Kára úr fiski og sprautar upp í hann. Hann er þó lítið að borða og er orðinn grindhoraður.

„Ég á ekki von á að okkur takist þetta,“ segir Rósa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×