Innlent

Erlend ferðakona sótt með þyrlu eftir bílveltu

Kjartan Kjartansson skrifar
Jeppi fólksins valt á Sprengisandsleið í dag. Myndin tóku björgunarsveitarmenn sem komu fyrstir á vettvang.
Jeppi fólksins valt á Sprengisandsleið í dag. Myndin tóku björgunarsveitarmenn sem komu fyrstir á vettvang. Landsbjörg
Bíll valt á Sprengisandsleið rétt ofan við Hrauneyjar um klukkan sex nú síðdegis. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð til, að því er lögreglan á Suðurlandi segir í færslu á Facebook.

Frekari upplýsingar um slysið liggja ekki fyrir að svo stöddu. Lögreglan segir aðeins að slysið sé í rannsókn.

Uppfært 18:26 Fjórir voru í bílnum sem valt samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Suðurlandi. Vinna á vettvangi er sögð enn í gangi.

Uppfært 19:07 Erlend ferðakona var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann. Þyrlan lenti í Fossvogi skömmu fyrir kl. 19. Hinir þrír sem voru í bílnum voru fluttir með sjúkrabíl af vettvangi, samkvæmt upplýsingum lögreglu.

Uppfært 19:46 Samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörgu var hálendisvakt björgunarsveitanna fyrst á slysstað í dag en liðsmenn hennar voru þá í grenndinni. Unnu björgunarsveitarmennirnir áfram með neyðaraðilum á vettvangi. Tilkynningunni fylgdu myndir sem björgunarsveitarmenn tóku og sýna að bifreiðin sem valt virðist vera jeppi.



Liðsmenn hálendisvaktarinnar voru næstir slysstaðnum og voru fyrstir á vettvang.Landsbjörg



Fleiri fréttir

Sjá meira


×