Innlent

Handtekinn grunaður um líkamsárás

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Lögregla handtók tvo ölvaða menn til viðbótar, einn á tjaldstæði í Hafnarfirði og annan í miðbæ Reykjavíkur.
Lögregla handtók tvo ölvaða menn til viðbótar, einn á tjaldstæði í Hafnarfirði og annan í miðbæ Reykjavíkur. vísir/eyþór
Lögregla handtók ölvaðan mann við Ingólfsstræti í Reykjavík í nótt grunaðan um líkamsárás eða heimilisofbeldi. Farið var með manninn í fangageymslu og hann vistaður þar fyrir rannsókn málsins að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Þá var maður einnig handtekinn við Laugaveg skömmu eftir miðnætti í nótt. Sá var ofurölvi og grunaður um að hafa brotið rúðu í bifreið. Hann var vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn málsins.

Annar ölvaður maður var handtekinn laust eftir tvö í nótt á tjaldstæðinu Víðistaðatúni. Maðurinn var þar til vandræða og vistaður í fangageymslu á meðan ástand hans batnar.

Þá voru ökumenn stöðvaðir á Grensásvegi, Hjallabraut, Breiðholtsbraut, Valahjalla, Vesturlandsvegi og í Austurbergi í gærkvöldi og –nótt. Þeir eru allir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×