Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hundruð Íslendinga ætla að gera draum ellefu ára flóttastúlku frá Afganistan að veruleika á morgun, með því að slá upp afmælisveislu fyrir hana á Klambratúni, þótt hún verði ekki tólf ára fyrr en í október. Stúlkunni og föður hennar verður vísað úr landi á næstu dögum.

Fjallað verður um þetta og rætt við stúlkuna í fréttum Stöðvar tvö klukkan 18:30.

Þá verður talað við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur sjávarútvegsráðherra, sem segir hneisu að norskum laxaseiðum hafi verið sleppt í sjóinn við Tálknafjörð og að vel komi til greina að herða reglur um fiskeldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×