Innlent

Hafliði Arnar er fundinn heill á húfi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir Hafliða í gærkvöldi.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir Hafliða í gærkvöldi.
Hafliði Arnar Bjarnason, sem lögreglan leitaði að í gærkvöldi er fundinn. Fram kemur í skeyti lögreglunnar, sem sent var á fjölmiðla nú á sjötta tímanum í morgun, að hann hafi fundist heill á húfi.

Umfangsmikil leit var gerð að honum í vesturhluta Kópavogs í gærkvöld en síðast hafði spurst til hans síðdegis í gær.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var notuð við leitina og bátar sömuleiðis. Lögregla og björgunarsveitarfólk komu að leitaraðgerðinni þar sem ljóskastarar voru notaðir í myrkrinu.

Þóra Jónasdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi upp úr miðnætti að óttast væri um mann og aðgerðirnar tengdust því máli.

Lögreglan vill þakka veitta aðstoð við að hafa uppi á Hafliða.


Tengdar fréttir

Lögreglan lýsir eftir 23 ára karlmanni

Hafliði Arnar Bjarnason er grannvaxinn, um 180 sm á hæð, með dökkt skollitað hár. Hann er með húðflúr á vinstra brjósti, aftan á hálsi og á milli fingra á annarri hönd. Önnur framtönn Hafliða Arnars er brotin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×