Innlent

Lögreglan lýsir eftir 23 ára karlmanni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Hafliða Arnari Bjarnasyni, 23 ára, en síðast er vitað um ferðir hans síðdegis í dag.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Hafliða Arnari Bjarnasyni, 23 ára, en síðast er vitað um ferðir hans síðdegis í dag.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Hafliða Arnari Bjarnasyni, 23 ára, en síðast er vitað um ferðir hans síðdegis í dag.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu en Hafliði Arnar er sá sem lögregla hefur leitað að í kringum Kársnesið í Kópavogi í kvöld með aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitafólks

Hafliði Arnar er grannvaxinn, um 180 sm á hæð, með dökkt skollitað hár. Hann er með húðflúr á vinstra brjósti, aftan á hálsi og á milli fingra á annarri hönd. Önnur framtönn Hafliða Arnars er brotin.

Þeir sem hafa séð til ferða Hafliða Arnars, eða vita hvar hann er að finna, eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 112.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×