Innlent

Erla segir of mikla áherslu lagða á játningar

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Erla Bolladóttir segir niðurstöðu endurupptökunefndar vera ansi mikið högg.
Erla Bolladóttir segir niðurstöðu endurupptökunefndar vera ansi mikið högg. Vísir
Heimildarmyndin Out of Thin Air verður frumsýnd í Bíói Paradís í kvöld.

Myndin fjallar um rannsókn Guðmundar- og Geirfinnsmála og er framleidd af Sagafilm og breska fyrirtækinu Mosaic Films fyrir RÚV, BBC og Netflix. Leikstjóri myndarinnar er Dylan Wowitt.

„Þetta virðist hafa fengið mjög á fólk og andrúmsloftið var tilfinningaþrungið,“ segir Erla Bolladóttir, sem sat fyrir svörum eftir frumsýningu myndarinnar í London fyrr í sumar.

„Ég fékk meðal annars spurningar um hvernig ég hefði farið að því að vera ‚ókei‘ eftir þetta allt og hvort eitthvað þessu líkt hafi gerst aftur. Ég varð hrygg að þurfa að svara því að það eru enn aðferðir í gangi óþægilega svipaðar þessu,“ segir Erla og bætir við til skýringar að enn í dag sé of mikil áhersla lögð á að ná fram játningum við rannsóknir í sakamálum án þess að gera allt sem hægt er til að rannsaka eftir öðrum leiðum líka.

Out of Thin Air var frumsýnd fyrst á kvikmyndahátíð í Toronto síðastliðið vor. Eftir það fór hún víða um heiminn. Meðal annars á heimildarmyndahátíð í Sheffield. Þá hefur myndin einnig verið í sýningum í London í sumar, sem fyrr segir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×