Innlent

Björgunarsveitin kölluð út vegna manns sem hrasaði í Stóradal

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Aðstæður reyndust erfiðar þegar björgunarsveitin kom að manninum.
Aðstæður reyndust erfiðar þegar björgunarsveitin kom að manninum. Visir
Björgunarsveitir í Eyjafirði voru á fjórða tímanum í dag kallaðar út vegna manns sem hafði hrasað í töluverðum bratta í Stóradal í Eyjafirði.

Á vettvangi reyndust aðstæður krefjandi því maðurinn var í miklum bratta í um 400 metra hæð og voru því sérhæfðir fjallabjörgunarmenn kallaðir til.

Í samtali við Vísi segir Davíð Már Bjarnason, fjölmiðlafulltrúi Landsbjargar, að bæði sjúkraflutningamenn og björgunarsveitarmenn séu komnir að manninum og að nú sé verið að hlúa að honum. Sjúkraflutningamenn flytja manninn í kjölfarið til móts við þyrlu.

Uppfært klukkan 20.12: Um sjöleytið var maðurinn hífður um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×