Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Fellibylurinn Irma mun skella á Flórídaskaga af fullum þunga seint í nótt. Milljónir manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Nánar verður fjallað um þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:30.

Við fjöllum líka um stærsta jarðskjálfta í sögu Mexíkó en sextíu og einn er látinn í landinu eftir hamfarirnar og óttast er að tala látinna muni hækka. Í fréttatímanum verður umfjöllun um íslenska netverslun sem hefur þróast mun hægar en á hinum Norðurlöndunum en íslenskir neytendur versla aðallega á erlendum vefsíðum.

Þá fjöllum við um kornuppskeru á landinu en hún er sú besta í mörg ár og dæmi eru um að akrar skili fimmtíu prósent meira af korni en í fyrra.

Við heimsækjum líka glænýjan sveppaveitingastað á Flúðum sem er sá eini sinnar tegundar á landinu. Þar má meðal annars fá sveppavefjur, sveppasúpu, sveppasmjör og sveppaís.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×