Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Yfirvöld í Bandaríkjunum búast við mikilli eyðileggingu í Flórída í Bandaríkjunum þegar fellibylurinn Irma gengur þar yfir. Við fjöllum ítarlega um þetta mál í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Í fréttatímanum verður einnig umfjöllun um mikla aukningu í notkun þunglyndislyfja  meðal ungra stúlkna hér á landi. Að sögn sérfræðings hjá landlækni er notkun slíkra lyfja mun útbreiddari hér en á hinum Norðurlöndunum.

Þá verður umfjöllun um jarðaskjálftamælingar en tilraunir Norður-Kóreu með kjarnorkuvopn um síðustu helgi mældust á jarðskjálftamælum hér á Íslandi. Við fjöllum jafnframt um hælisleitendur úr röðum barna en umboðsmaður barna telur að ekki sé horft nægilega til sjónarhorns barns við mat á hælisumsóknum.

Þá verður fjallað um auglýsingar á borgarlandi en í annað sinn á stuttum tíma hafa fyrirtæki sett upp auglýsingar á landi borgarinnar í leyfisleysi. Embættismenn hjá Reykjavíkurborg vilja skerpa á reglum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×