Innlent

Bakteríusýking olli hóstasmiti í hrossum árið 2010

Samúel Karl Ólason skrifar
Þrátt fyrir að hrossin urðu að mestu lítið veik þurfti að aflýsa mörgum hestaviðburðum og þar á meðal landsmóti hestamanna.
Þrátt fyrir að hrossin urðu að mestu lítið veik þurfti að aflýsa mörgum hestaviðburðum og þar á meðal landsmóti hestamanna. Matvælastofnun
Nú liggur fyrir hvað leiddi til smitandi hósta í hrossastofni Íslands árið 2010. Veikindin settu mark á alla hestatengda starfsemi og ollu umtalsverðu fjárhagstjóni. Þrátt fyrir að hrossin urðu að mestu lítið veik þurfti að aflýsa mörgum hestaviðburðum og þar á meðal landsmóti hestamanna.

Í ljós hefur komið að bakteríusýking sem ekki hefur áður sést hér á landi olli veikindunum. Í grein á vef Matvælastofnunar segir að líklegast hafi hún borist hingað til lands með beislisbúnaði sem hafi verið fluttur ólöglega hingað til lands. Í fyrstu var talið að um veirusýkingu hefði verið að ræða.

„Innflutningur lifandi hrossa var bannaður með lögum árið 1882 og er það án efa mikilvægasta hindrunin í að smitsjúkdómar berist í íslenska hrossastofninn. Innflutningur á notuðum búnaði svo sem reiðtygjum og járningaáhöldum og óhreinum fatnaði sem notaður hefur verið í umhverfi hrossa er einnig bannaður enda ber hann með sér umtalsverða hættu á að ný og alvarleg smitefni berist til landsins,“ segir á vef MAST.

Upphaf faraldursins var rekið til hestamiðstöðvar á Suðurlandi og er smitefnið talið hafa borist þangað á tímabilinu 5. til 9. febrúar 2010.Það hafi síðan fljótt dreifst víða um land.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×