Innlent

Reyk lagði frá ferðamannarútu í Hafnarfirði

Gissur Sigurðsson skrifar
Slökkviliðsmenn voru farþegunum til halds og trausts þar til önnur rúta kom og sótti fólkið.
Slökkviliðsmenn voru farþegunum til halds og trausts þar til önnur rúta kom og sótti fólkið. Vísir/STefán
Reyk tók að leggja frá rútubíl þegar hann var á leið um Hafnarfjörð með 26 erlenda ferðamenn á leið í norðurljósaskoðun á brúnni milli heimsálfa á Reykjanesi, um klukkan 22 í gærkvöldi.

Slökkviliðinu var gert viðvart og þegar það kom á vettvang hafði ökumaður stöðvað rútuna og lagði reykinn frá vélbúnaði, án þess að eldur hafi kviknað.

Slökkviliðsmenn voru farþegunum til halds og trausts þar til önnur rúta kom og sótti fólkið, en sú bilaða var dregin af vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×