Innlent

Vinnslustöðin eignast verksmiðjur í austurlöndum

María Elísabet Pallé skrifar
Sigurgeir B. Kristgeirsson framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum tilkynnti fyrr í vikunni um kaup á hlut í félaginu Okada Suisan í Japan en félagið hefur nær 50% hlutdeild á markaði þar í landi

Sigurgeir segir stöðuna í sjávarútvegi misjafna eftir sjómannaverkfallið. Það hafi haft neikvæð áhrif á sölu ferskfisks, til dæmis sölu á karfaí Þýskalandi, en hann hvarf nánast úr verslun



Segir hann erfitt að segja hvenær viðskiptasamböndin verði komin aftur í eðlilegt horf

„ í ferskfiski þar sem gæðin skipta máli, afhendingaröryggið og það að sé stöðugt framboð, þar erum við enn að glíma við afleiðingar verkfallsins,“ segir Sigurgeir.



Félagið á verksmiðjur í Taílandi, Indonesíu, Japan og Kína. Sigurgeir segir aðstæður til geymslu loðnu á Íslandi mjög mikilvægar. Varan sé fryst niður í 27 gráður sem bæti gæðin og mögulegt verði að þjónusta markaðinn betur.

„ Loðnan er frystivara og hún málið er að stundum er lítið af henni, stundum er mikið og stundum er ekkert. Þannig að við þurfum að hugsa vel um birgðarhaldið, við þurfum að hugsa um flæðið, hvernig loðnan fer í áframvinnslu og síðan þarf að hugsa vel um markaðssetningu. Það er undirbúningur síðan þarf að ráðast í aðgerðir, og síðan þarftu að vinna vinnuna þína og markaðssetningin sjálf klárast aldrei. Í Kína er neysla á loðnu hafin og maður getur fundið loðnu á morgunverðarborðum og smá saman er salan alltaf að aukast til Kína og þar er auðvitað fjöldinn. Það skiptir miklu máli að fyrirtækið hefur verksmiðjur í Kína og þar höfum við fót inni til þess að geta farið að vinna og farið á Kínamarkað líka,“ segir Sigurgeir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×