Innlent

Fyrsta sameiginlega leitar- og björgunaræfing Artic Guardian stendur nú yfir

Helga María Guðmundsdóttir skrifar
Í gær silgdu fimm skip út á hafsvæðið vestur af Íslandi. Æfingin hóst fyrir alvöru í morgun þegar gefið var út að ekki næðist samband við farþegaskip sem var á leið frá Grænlandi til Íslands og þá hófst leitin.

„Æfingin gengur út á það að það er farþegaskip sem er að koma frá Grænlandi til Íslands sem að við vitum síðasta þekkta stað sem var í gær og síðan átti það að tilkynna sig í morgun og það næst ekki samband við það. Fyrstu upplýsingar sem við höfum er að þetta er skip sem við náum ekki samband við. Síðan vindur þetta upp á sig og við förum að leita að gúmmíbátum og öðru,“ segir Einar Valsson skipherra.

Aðgerðunum er stýrt úr sérstakri stjórnstöð þar sem höfuðstöðvar Landhelgisgæslunnar eru til húsa.

„Hér inni í þessu rými er æfingastjórnin, stjórnstöðin okkar er með hitann og þungann að stjórn leitarinnar sjálfrar með aðstoð frá Grælandi og fleiri stjórnstöðum, og við upplýsum allar stjórnstöðvar sem eru í þessarri samvinnu, það voru settir út gúmmibátar og fleira svo við höfum eitthvað til að leita að og eitthvað til að finna,“ segir Einar.



Að æfingunni lokinni verður árangurinn metinn og frekari aðgerðir þróaðar fyrir næstu æfingar.   










Fleiri fréttir

Sjá meira


×