Innlent

Leitar- og björgunaræfingin Arctic Guardian að hefjast

Gissur Sigurðsson skrifar
Kanadíski ísbrjóturinn Pierre Radisson.
Kanadíski ísbrjóturinn Pierre Radisson. landhelgisgæslan
Nú er að hefjast leitar- og björgunaræfingin Arctic Guardian 2017, djúpt vestur af landinu, en þetta er fyrsta sameiginlega leitar- og björgunaræfing samtaka strandgæslustofnana norðurslóðaríkja.

Fimm skip héldu frá Reykjavík undir kvöld í gær til að taka þátt í æfingunni sem verður á Grænlandssundi.

Þyrlur og flugvélar hófu leit nú í biritingu að björgunarbátum, sem varpað var úr flugvél á svæðið í gær.

Líkt er eftir atburðarrás þar sem stórt farþegaskip lendir í sjávarháska á þessum slóðum og viðbrögð við slíku æfð. Öllum aðgerðum verður stjórnað úr sérstakri stjórnstöð í höfuðstöðvum Landhelgisgæslunnar í Skógarhlíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×