Innlent

Skipað í stýrihóp stjórnarráðsins um mannréttindi

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra.
Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. vísir/stefán
Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hefur skipað stýrihóp stjórnarráðsins um mannréttindi. Ráðherra kynnti í ríkisstjórn í apríl fyrirhugaða skipun stýrihóps um mannréttindi þar sem öll ráðuneyti eiga fulltrúa. Ragna Bjarnardóttir, skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu, er formaður hópsins.

Markmiðið með stofnun stýrihópsins er að koma á formlegum samráðsvettvangi til að tryggja stöðugleika í verklagi og fasta aðkomu allra ráðuneyta að mannréttindamálum.

Viðfangsefni stýrihópsins fjölbreytt

Viðfangsefni stýrihópsins verða meðal annars að stuðla að samhæfri utanríkis- og innanríkisstefnu í mannréttindamálum, fylgja eftir tilmælum vegna úttekta mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna og annarra alþjóðlegra eftirlitsaðila á stöðu mannréttindamála hérlendis og að eiga samskipti við ríkislögmann vegna dómsmála fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu, sjá um eftirfylgni og fullnustu dóma hans.

Þá á stýrihópurinn að hafa umsjón með að samræma svör ráðuneyta við spurningalistum alþjóðlegra eftirlitsaðila og tryggja upplýsingagjöf milli ráðuneyta og undirstofnana þeirra, upplýsingastreymi til Alþingis, sem og til annarra aðila.

Gert er ráð fyrir að stýrihópurinn muni byrja á því að leggja fram nákvæma útfærslu á verkefnum hópsins  í sérstakri verkefnaáætlun




Fleiri fréttir

Sjá meira


×