Innlent

Hugsanlegt að krabbameinsvaldandi efni sé í Frozen sokkum frá Lindex

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Lindex hefur innkallað bláa Frozen sokka með mynd af Önnu prinsessu en þeir eru fyrir miðju á þessari mynd.
Lindex hefur innkallað bláa Frozen sokka með mynd af Önnu prinsessu en þeir eru fyrir miðju á þessari mynd. Neytendastofa
Lindex hefur innkallað Frozen sokka sem innihalda kemískt efni sem gæti verið krabbameinsvaldandi. Efnið er bannað í allri framleiðslu Lindex. Verslunin sendi Neytendastofu tilkynningu um að eitt Disney Frozen sokkapar uppfylli ekki kröfur Lindex um gæði. Sokkarnir eru bláir með mynd af prinsessunni Önnu og vörunúmerið þeirra er 833 7410285 5170 1611.

Samkvæmt tilkynningu frá Lindex er efnið sem fundist hefur ekki leyfilegt þar sem það brotnar niður í efni sem grunur leikur á um að sé skaðlegt. Efnið var uppgötvað í aðeins einni sendingu af þessum sokkum en til að fyllstu varúðar sé gætt hvetur Lindex viðskiptavini sína sem hafa keypt þessa vöru að skila henni i næstu verslun og fá að fullu endurgreitt.

Í tilkynningunni til Neytendastofu segir að að Lindex harmi að sokkarnir hafi komist í gegnum þeirra gæðaeftirlit en Neytendastofa hvetur alla sem eiga þessa bláu sokka að taka þá strax úr umferð. Fólk er beðið að skila bláu Önnu sokkunum í Lindex þar sem hugsanlega geti verið krabbameinsvaldandi efni í þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×