Innlent

Fleiri pysjur í Vestmannaeyjum nú en undanfarin ár

Gissur Sigurðsson skrifar
Pysjur eru lundaungar en fjöldi þeirra í ár bendir til að lundastofninn í Eyjum sé að rétta úr kútnum eftir mikla lægð.
Pysjur eru lundaungar en fjöldi þeirra í ár bendir til að lundastofninn í Eyjum sé að rétta úr kútnum eftir mikla lægð. Vísir/Heiða
Fleiri pysjur, eða lundaungar hafa verið gómaðir í Vestmannabæ en mörg undanfarin ár, sem bendir til að lundastofninn þar sé að rétta úr kútnum eftir mikla lægð.

Þetta kemur fram í Eyjafréttum, en komið var með 411 pysjur í Sæheima í fyrradag, þar sem þær er vængmældar og vigtaðar áður en þeim er sleppt út á haf. Nú er búið að mæla yfir 1700 pysjur.

Þær eru líka margar vel haldnar, sem þýðir að nægilegt æti hefur verið í hafinu í grennd við Eyjarnar, en þegar sandsílið hvarf á þeim slóðum fyrir all nokkrum árum fór lundastofninn að hnigna.

Þyngsta pysjan, sem vigtuð var í fyrradag, vó 387 grömm, sem þykir mjög gott.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×