Innlent

Taka gjald fyrir aðgang að salernum Mathallarinnar

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá Mathöllinni við Hlemm.
Frá Mathöllinni við Hlemm. Vísir/Eyþór
Þeir sem ekki eru í viðskiptum við Hlemm Mathöll þurfa að greiða gjald fyrir aðgang að salernum, sem nemur 200 krónum.

Greint er frá þessu á Facebook-síðu Hlemms en þar segir að gjaldtakan hafi legið fyrir frá upphafi en ákveðið var að hafa salernin opin fyrstu vikunnar endurgjaldslaust.

Er aðgangsstýringin komin til af því að aðstandendur Hlemms vilja viðhalda góðum þrifum á salernisaðstöðu viðskiptavina.

„Það hafa ekki verið þrifaleg og góð almenningssalerni á Hlemmi lengi og við vildum bjóða almenningi upp á bætta þjónustu,“ segir í Facebook-færslunni. Er því haldið fram í umræddri færslu að ástand á salernismálum víða um land sé bagalegt og vilja aðstandendur Hlemms bregðast við því með því að bjóða upp á góða almenningssalernisaðstöðu með bros á vör.

Er ítrekað að salernisaðstaða fyrir viðskiptavini sé gjaldlaus eftir sem áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×