Lífið

Íslendingapartý í Helsinki

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, lét sig ekki vanta í veisluna.
Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, lét sig ekki vanta í veisluna. Vísir/Ernir Eyjólfsson
Um þrjú þúsund Íslendingar eru í Finnlandi í kvöld en á morgun keppa strákarnir í körfuboltalandsliðinu við Pólverja í Helsinki Arena og strákarnir í fótboltalandsliðinu mæta Finnum í Tampere.

Eins og Vísir greindi frá fyrr í vikunni hafa um 1200 Íslendingar keypt miða á leikina fimm sem körfuboltalandsliðið spilar í Helsinki. Knattspyrnusamband Íslands hefur selt tæplega 3000 miða á leikinn gegn Finnum í Tampere.

Í kvöld var blásið til Íslendingaveislu á The Circus í Helsinki. Skemmtistaðurinn er opinber skemmtistaður Íslendinga og Finna á Evrópumótinu en rappdúettinn Úlfur Úlfur kom fram í kvöld. Þá steig Helgi Björnsson á svið ásamt félögum sínum í SSSól.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×