Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Forseti Íslands skorar á Alþingi að breyta stjórnarskránni og lögum hvað varðar völd forseta, og þá alveg sérstaklega um aðkomu hans að því að fólk fái uppreist æru. Ekki verði unað við óbreytt ástand og ekki unnið áfram eftir óbreyttu verklagi. Þá verði á hlusta á ríka kröfu um aðrar breytingar á stjórnarskránni.

Ítarlega verður fjallað um málið, sem og mál Roberts Downey, í fréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö. Þá förum við yfir fjárlög næsta árs og fáum viðbrögð við þeim.

Við ræðum einnig við unga konu sem undanfarna mánuði hefur fengið ógrynni af skilaboðum frá eltihrelli, manni sem hún hefur aldrei hitt. Hún og móðir hennar gagnrýna algjört úrræðaleysi í málum sem þessum.

Við verðum líka á léttu nótunum í fréttatímanum og skellum okkur í sveitastemningu á elliheimilinu Mörk, en þar var haldin árlegur réttardagur í dag, og kíkjum í heimsókn til stærsta kartöflubónda landsins sem leggur nú lokahönd á að koma kartöfluuppskerunni í hús fyrir haustrigningar og frost. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 á slaginu 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×