Innlent

Ekið á barn í Vestmannaeyjum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Vísir/Vilhelm
Ekið var á barn sem hjólaði í veg fyrir umferð í Vestamannaeyjum í vikunni. Fram kemur á vef Eyja.net að ekki hafi þó verið um alvarleg meiðsl að ræða og að barnið hafi verið flutt á Heilbrigðsstofnun Suðurlands til frekari skoðunar.

Þetta var eina umferðaróhappið kom inn á borð lögreglunnar í Vestamannaeyjum í liðinni viku.

Þá kom upp eitt fíkniefnamál í Eyjum í vikunni þegar eitthvað „smáræði“ af ætluðum kannabisefnum fundust á gólfi verslunar í bænum.

Sömuleiðis liggja fyrir þrjár kærur vegna umferðarlagabrota eftir vikuna. Ein lýtur að vanrækslu á notkun öryggisbeltis, önnur vegna ólöglegrar lagningar ökutækis og sú þriðja vegna brota á stöðvunarskyldu.

Að öðru leyti rötuðu engin alvarlega mál inn á borð lögreglunnar í Vestamannaeyjum, eins og segir á vef Eyja.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×