Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Stjórn United Silicon hefur kært Magnús Ólaf Garðarsson, fyrrverandi forstjóra og stofnanda fyrirtækisins, til Embættis héraðssaksóknara vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals frá árinu 2014. Fjárhæðirnar hlaupa á hundruðum milljóna að sögn talsmanns fyrirtækisins. Ítarlega verður fjallað um málið í fréttum Stöðvar 2 á slaginu hálf sjö.

Þar fylgjumst við líka með norsku þingkosningunum sem fram fóru í dag, sem eru þær mest spennandi í áraráðir og ljóst að mjótt verður á munum á milli vinstri og hægri manna.

Þá skoðum við fyrirhugaðar framkvæmdir við Kringlumýrarbraut sem hefjast á morgun, en þær koma til með að valda miklum umferðartöfum næstu vikurnar. Vegagerðin hvetur fólk sem á leið um svæðið til að taka strætó eða hjóla.

Þetta og margt fleira í fréttum á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis á slaginu 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×