Innlent

Sunnlendingar vilja fá stærra elliheimili

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi var lokað í mars og á nýtt heimili meðal annars að koma í stað þess.
Hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi var lokað í mars og á nýtt heimili meðal annars að koma í stað þess. vísir/eyþór
Að mati tveggja sunnlenskra sveitarfélaga er nauðsynlegt er að fyrirhugað hjúkrunarheimili á Selfossi verði hannað miðað við að rúma sextíu einstaklinga í stað fimmtíu.

Á fundi sveitarstjórnar Árborgar í liðnum mánuði kemur fram að 35 rými, sem áður voru á Blesastöðum og Kumbaravogi, gangi inn í hið nýja heimili. Með fimmtíu rýmum fjölgi þeim því um fimmtán. Samhljóða bókun var að finna á fundi sveitarstjórnar Grímsness- og Grafningshrepps.

„Fjölgunin er engan veginn næg til að mæta þörf fyrir hjúkrunarrými á svæðinu. […] Íbúum fjölgar mjög hratt í sýslunni og brýnt að horfa til framtíðar hvað fjölga rýma varðar.“

Í samningi milli ríkisins og sveitarfélaganna er gert ráð fyrir fimmtíu rýmum. Heimilið er nú á hönnunarstigi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×