Innlent

Átta ára stelpa sendir opið bréf til H&M

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Snæfríður Edda ætlar að verða geimfari þegar hún verður stór.
Snæfríður Edda ætlar að verða geimfari þegar hún verður stór.
Hin átta ára Snæfríður Edda gerði sér lítið fyrir og sendi versluninni H&M opið bréf þar hún setur stórt spurningarmerki við að geimfarabolirnir séu einungis í strákadeildinni en hvergi sjáanlegir í stelpudeildinni.

Í bréfinu segir: „Ég er 8 ára stelpa og hef mikinn áhuga á geimnum. Ég er viss um að Valentina Tereshkova og Sally Ride hafi haft mikinn áhuga á geimnum þegar þær voru 8 ára.“

Snæfríður, sem stefnir einmitt á það að verða geimfari, spyr hvaða skilaboð verslunin sé að senda með fyrirkomulaginu.

Í samtali við Vísi segir Hólmfríður Helga að dóttir sín sé alin upp við það „að við breytum heiminum, eitt skref í einu.“

Hólmfríður lýsir dóttur sinni sem klárri og flottri stelpu sem sé ákveðin þegar komi að málefnum þeirra sem eru minni máttar.

Hér að neðan er stöðuuppfærsla Hólmfríðar Helgu, móður Snæfríðar Eddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×