Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Viðvörun vegna fellibylsins Irmu nær til þrjátíu og átta milljóna manna. Fellibylurinn gengur nú yfir Flórída með tilheyrandi eyðileggingu. Nánar verður fjallað um þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Við fjöllum líka um sjálfsvíg í fréttatímanum en móðir pilts sem svipti sig lífi segir að þörf sé á heildstæðari úrræðum handa einstaklingum sem glíma við andleg veikindi.

Í fréttatímanum verður líka umfjöllun um sveiflur á gengi krónunnar en aðalhagfræðingur Íslandsbanka kallar eftir því að Seðlabankinn birti mánaðarlegar gjaldeyrishreyfingar svo betri skilningur fáist á sveiflunum. Seðlabankinn hefur ekki birt mánaðarleg yfirlit um gjaldeyrishreyfingar frá losun hafta.

Við ræðum jafnframt við sauðfjárbændur sem óttast mjög að það verði ungu og skuldsettustu bændurna sem hætti búskap og þiggi bætur frá ríkinu vegna aðgerða sem boðaðar hafa verið til að leysa vanda sauðfjárbænda.

Þá munum við ræða við borgarstjóra um kaup Reykjavíkurborgar á elsta húsinu í miðbænum. Til stendur að setja þar upp sýningu um sögu Reykjavíkur frá landnámi til dagsins í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×