Innlent

Skólp í sjóinn í Skerjafirði

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Dælustöðin við Skeljanes er skammt frá ylströndinni í Nauthólsvík
Dælustöðin við Skeljanes er skammt frá ylströndinni í Nauthólsvík Vísir/Vilhelm
Vegna bilunar fór skólp í sjó frá dælustöðinni við Skeljanes í Skerjafirði í morgun.

Þetta kemur fram á vef Veitna og er fólki bent á að vera ekki í sjó eða á ströndinni í grennd við dælustöðina.

Dælustöðin við Skeljanes er skammt frá ylströndinni í Nauthólsvík en á vef Veitna segir að beðist sé velvirðingar á biluninni.

Fyrr í sumar var óhreinsuðu skólpi hleypt í sjóinn frá dælustöðvunum við Skeljanes og Faxaskjól vegna viðgerðar sem gera þurfti á neyðarlokum.

Gagnrýnt var mjög að borgarbúar skyldu ekki vera látnir vita af biluninni fyrr í sumar tafarlaust.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×