Enski boltinn

Mourinho segir sumt fólk tala of mikið

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Jose Mourinho
Jose Mourinho vísir/getty
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, hefur útskýrt viðbrögð sín þegar flautað var til leiksloka í leik Man Utd og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Portúgalinn sussaði í átt að myndavélum sem var beint á hann eftir 1-0 sigur Man Utd í toppslagnum. Mourinho hefur verið gagnrýndur fyrir spilamennsku liðsins í undanförnum leikjum og var þessu beint til þeirra gagnrýnisradda.

„Sumt fólk talar of mikið og ætti stundum að læra að slappa af. Þessu var ekki beint að Mauricio (Pochettino) eða hans liði. Þeir gerðu mjög vel. Við höfum oft mæst og eigum í góðu sambandi sama hvernig leikir okkar fara,“ segir Mourinho.

„Ég er rosalega ánægður með að vinna mjög gott lið, ég er mjög hrifinn af þessu Tottenham liði.“

„Frammistaða okkar var frábær, burtséð frá úrslitunum. Ég myndi segja það sama þó leikurinn hefði endað 0-0 eða 1-1 því strákarnir gáfu allt í þetta.“



 


Tengdar fréttir

Martial sá um Tottenham

Manchester United styrkti stöðu sína í 2.sæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar liðið vann sigur með minnsta mun gegn Tottenham á Old Trafford í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×