Enski boltinn

Sjáðu markið mikilvæga hjá Martial og öll hin mörkin úr leikjunum í gær | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Anthony Martial gerði gæfumuninn í leik Manchester United og Tottenham.
Anthony Martial gerði gæfumuninn í leik Manchester United og Tottenham. vísir/getty
Alls voru 18 mörk skoruð í sjö leikjum í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Mark Anthonys Martial tryggði Manchester United 1-0 sigur á Tottenham í hádeginu.

Manchester City vann sinn áttunda leik í röð þegar liðið bar sigurorð af West Brom, 2-3, á The Hawthornes.

Liverpool vann 3-0 sigur á Huddersfield þegar lið góðvinanna Jürgens Klopp og Davids Wagner mættust á Anfield.

Eden Hazard skoraði eina mark leiksins þegar Chelsea sótti Bournemouth heim. Arsenal lenti undir gegn Swansea City en kom til baka og vann 2-1 sigur.

Wilfried Zaha tryggði Crystal Palace stig gegn West Ham þegar hann jafnaði metin í 2-2 þegar sjö mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Þá vann Stoke City 0-1 útisigur á Watford þökk sé marki Darrens Fletcher.

Mörkin úr leikjunum sjö má sjá hér að neðan.

Man Utd 1-0 Tottenham
West Brom 2-3 Man City
Liverpool 3-0 Huddersfield
Bournemouth 0-1 Chelsea
Arsenal 2-1 Swansea
Crystal Palace 2-2 West Ham
Watford 0-1 Stoke

Tengdar fréttir

Martial sá um Tottenham

Manchester United styrkti stöðu sína í 2.sæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar liðið vann sigur með minnsta mun gegn Tottenham á Old Trafford í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×