Enski boltinn

Klopp: Ekki til betri tilfinning en að vinna vini sína

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Jürgen Klopp.
Jürgen Klopp. Vísir/Getty
Það verður sérstök stund þegar knattspyrnustjórarnir Jurgen Klopp og David Wagner mætast með lið sín, Liverpool og Huddersfield, í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Þeir tveir eru nefnilega bestu vinir og hafa verið það undanfarna áratugi en Wagner var til að mynda svaramaður í brúðkaupi Klopp.

„Við töluðum ekki jafn mikið saman í þessari viku og við gerum vanalega. Við spjölluðum aðeins saman á mánudaginn en svo vorum við sammála um að við myndum ekki tala meira saman fram að leik,“ segir Klopp.

„Þetta er spennandi, þú getur rétt ímyndað þér það. Ég er mjög ánægður að við séum að keppa á móti hvor öðrum í ensku úrvalsdeildinni, það bjóst enginn við því fyrir 20 eða 30 árum síðan.“

„Það eru allir að tala um þetta í kringum mig og ég hef sagt þeim að þegar ég var lítill strákur var ég alltaf að keppa við bestu vini mína og það er ekki til betri tilfinning en að vinna vini sína. Wagner er besti vinur minn og við erum mjög nánir en það breytir því ekki hvernig ég nálgast leikinn,“ segir Klopp

Nýliðar Huddersfield eru með einu stigi minna en Liverpool en liðin sitja í níunda og ellefta sæti deildarinnar.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×