Liverpool ekki í neinum vandræðum með nýliðana

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Daniel Sturridge kom Liverpool á bragðið í dag.
Daniel Sturridge kom Liverpool á bragðið í dag. vísir/getty


Liverpool átti ekki í teljandi vandræðum með nýliða Huddersfield þegar liðin mættust á Anfield í dag.

Mo Salah fékk besta færi fyrri hálfleiks þegar hann tók vítaspyrnu en Egyptinn lét Jonas Lössl verja frá sér og staðan því markalaus í leikhléi.

Síðari hálfleikur var aðeins fjögurra mínútna gamall þegar Daniel Sturridge kom Liverpool í forystu eftir vandræðagang í vörn gestanna. 

Skömmu síðar tvöfaldaði Roberto Firmino forystuna þegar hann skallaði hornspyrnu James Milner í netið.

Hollenski miðjumaðurinn Giorginio Wijnaldum gerði svo endanlega út um vonir gestanna þegar hann dúndraði boltanum í netið eftir undirbúning Mo Salah.

Lokatölur 3-0 fyrir Liverpool sem eru nú komnir í sjötta sæti deildarinnar með sextán stig eftir tíu leiki.

 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira