Fótbolti

Albert í fyrsta sinn í byrjunarliðinu í bikarsigri PSV

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Albert með boltann í leiknum í kvöld.
Albert með boltann í leiknum í kvöld. vísir/getty
Albert Guðmundsson, U21 árs landsliðsmaður Íslands í fótbolta, var í fyrsta sinn í byrjunarliði PSV Eindhoven þegar liðið mætti FC Volendam úr 1. deildinni í hollenska bikarnum í kvöld.

Fyrstu deildar liðið stóð í Hollandsmeisturunum og rúmlega það en markalaust var eftir venjulegan leiktíma og þurfti því að grípa til framlengingar.

Fyrirliðinn Marko Van Ginkel kom PSV yfir á 107. mínútu og Hirving Lozano tvöfaldaði forskotið á 119. mínútu í framlengingunni. Heimamenn misstu mann af velli skömmu fyrir leikslok. Lokatölur, 2-0, eftir 120 mínútur.

Albert var tekinn af velli á 70. mínútu þegar að PSV gerði tvöfalda skiptingu. Hann hefur verið að fá nokkrar mínútur hér og þar með aðalliðinu en Albert hefur raðað inn mörkum fyrir varaliðið í næst efstu deild undanfarin misseri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×