Enski boltinn

Mögnuð endurkoma West Ham á móti Tottenham | Sjáðu mörkin

Tómas Þór Þórðarson skrifar
West Ham er komið í átta liða úrslit enska deildabikarsins og það með stæl eftir geggjaðan 3-2 endurkomusigur gegn Tottenham á Wembley í kvöld.

Hamrarnir hafa verið í bölvuðu basli og útlitið var ekki gott þegar Moussa Sissoko kom Tottenham í 1-0 eftir aðeins sex mínútur.

Útlitið skánaði svo ekki þegar Dele Alli tvöfaldaði forskot heimamanna en staðan í hálfleik, 2-0, og Tottenham í flottum málum.

Hálfleiksræða Slavens Bilic hefur veriðþokkaleg því Andre Ayew skoraði tvívegis fyrir West Ham á 55. og 60. mínútu og jafnaði metin áður en Angelo Ogbonna tryggði svo gestunum sigurinn á 70. mínútu, 3-2.

Úrslitin heldur betur óvænt í ljósi þess hvernig liðunum hefur gengið við upphaf leiktíðar. Þetta var fyrsta tap Tottenham síðan það lá gegn Chelsea heima í deildinni í ágúst en það hefur síðan þá unnið átta leiki og gert eitt jafntefli í síðustu tíu leikjum.

West Ham verður í pottinum þegar dregið verður til átta liða úrslitanna á morgun en þar verða einnig Bournemouth, Arsenal, Bristol City, Leicester, Man. Utd., Man. City og Chelsea.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×