Fótbolti

Kári og félagar fengu skell í toppslagnum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Kári Árnason og félagar áttu ekki séns í kvöld.
Kári Árnason og félagar áttu ekki séns í kvöld. vísir/getty
Kári Árnason, landsliðsmiðvörður í fótbolta, og félagar hans í skoska úrvalsdeildarliðinu Aberdeen fengu 3-0 skell í toppslagnum á móti Celtic á heimavelli í kvöld.

Fyrir leikinn voru liðin jöfn á toppnum með 23 stig eftir sjö sigra og tvö jafntefli en hvorugt hafði tapað leik í fyrstu níu umferðunum og því beðið eftir leiknum með mikilli eftirvæntingu.

Celtic sýndi mátt sinn og megin að vanda og var komið 2-0 yfir í fyrri hálfleik með mörkum frá Kieran Tierney og Moussa Dembélé en sá síðarnefndi skoraði svo annað mark sitt og þriðja mark Celtic á 63. mínútu í seinni hálfleik.

Celtic er því komið með þriggja stiga forskot á toppnum en Aberdeen er í öðru sæti með 23 stig fjórum stigum meira en Motherwell sem gerði 1-1 jafntefli við Rangers í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×