Enski boltinn

Claude Puel tekur við Leicester

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Claude Puel er mættur aftur í enska boltann.
Claude Puel er mættur aftur í enska boltann. vísir/epa
Frakkinn Claude Puel hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri Leicester í ensku úrvalsdeildinni en þetta tilkynnti félagið á heimasíðu sinni í kvöld.

Puel tekur við starfinu af Craig Shakespeare sem fékk starfið þegar Claudio Ranieri var látinn fara en Ítalinn gerði Leicester að Englandsmeisturum í maí á síðasta ári.

Þessi 56 ára gamli Frakki var ráðinn stjóri Southampton á síðustu leiktíð eftir að hann flaug úr Hreiðrinu í Nice. Hann skilaði Dýrlingunum í áttunda sæti úrvalsdeildarinnar og komst í úrslitaleik deildabikarsins á móti Manchester United.

Þrátt fyrir þennan fína árangur var hann rekinn frá Southampton sem var óvinsæl ákvörðun á meðal margra stuðningsmanna liðsins.

Puel er nú mættur aftur í enska boltann eftir stutt frí og þarf að rífa Leiceter-liðið í gang sem er með níu stig eftir níu leiki í 14. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×