Enski boltinn

Sky: Viðræður Leicester og Puel langt komnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Claude Puel var látinn taka pokann sinn hjá Southampton eftir síðasta tímabil.
Claude Puel var látinn taka pokann sinn hjá Southampton eftir síðasta tímabil. vísir/getty
Claude Puel á í viðræðum við Leicester City um að taka við liðinu. Samkvæmt heimildum Sky Sports eru viðræðurnar langt komnar.

Leicester er í stjóraleit eftir að félagið rak Craig Shakespeare fyrir viku síðan.

Puel stýrði Southampton á síðasta tímabili. Undir hans stjórn enduðu Dýrlingarnir í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og komust í úrslitaleik deildabikarsins þar sem þeir töpuðu fyrir Manchester United.

Þrátt fyrir ágætis árangur var ekki mikil ánægja með störf Puels hjá Southampton og hann var látinn taka pokann sinn eftir síðasta tímabil.

Hinn 56 ára gamli Puel hefur einnig stýrt Monaco, Lille, Lyon og Nice í heimalandinu. Hann gerði Monaco að frönskum meisturum árið 2000.

Leicester situr í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Næsti leikur liðsins er gegn Everton á sunnudaginn.


Tengdar fréttir

Shakespeare rekinn

Enskir fjölmiðlar greina frá því að Leicester City sé búið að reka Craig Shakespeare eftir aðeins fjóra mánuði í starfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×