Enski boltinn

Guardiola afar ósáttur með boltann frá Mitre

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Boltinn umdeildi syngur í netinu í vítakeppninni.
Boltinn umdeildi syngur í netinu í vítakeppninni. vísir/getty
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, er afar ósáttur með boltann sem notast er við í enska deildabikarnum.

City þurfti vítaspyrnukeppni til að slá Wolves, topplið B-deildarinnar, út í 16-liða úrslitum deildabikarsins í gær. Eftir leikinn úthúðaði Guardiola boltanum frá Mitre.

„Þetta er óviðunandi fyrir fótbolta á hæsta getustigi. Hann er of léttur og fer út um allt. Þetta er ekki góður bolti. Það er ómögulegt að skora með honum. Ég get sagt þetta því við unnum. Ég er ekki með afsakanir,“ sagði Guardiola ósáttur.

„Allir leikmennirnir mínir kvörtuðu yfir boltanum. Þetta er ekki alvöru bolti fyrir alvöru keppni. Þetta snýst um markaðsástæður og peninga. Boltinn er ekki viðundandi, hann er alltof léttur,“ bætti Spánverjinn við.

Í deildabikarnum er spilað með Mitre Delta EFL bolta en í ensku úrvalsdeildinni er notast við Nike Ordem V bolta.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×